Ást og friður

VATA TE - Slökun og andleg vellíðan

Regular price 1.395 kr
Regular price Sale price 1.395 kr
Tax included. Shipping calculated at checkout.
sold out

Þetta te er samsett úr jurtum sem hjálpa til við að róa vata dósjuna sem í hinum vestrænu læknavísindum líkist helst því sem kallað er taugakerfi.  Þeir sem eru með vata dósjuna ríkjandi í líkama sínum og/eða huga hafa mjög gott af þessum jurtum því þær eru  þungar, hitandi og smyrjandi fyrir hina léttu, þurru og köldu vata dósju. 

Withania somnifera er talið geta stuðlað að andlegu jafnvægi. Gæti hjálpað við að losa um spennu og stífleika t.d. í hálsi og herðum. Getur mögulega bætt svefn og aukið slökun. Getur dregið úr taugaspennu og kvíða með því að róa vata dósjuna.  

Valeriana officinalis er talin hafa róandi áhrif á hugann og getað aukið slökun í taugakerfi.

Zingiber officinale getur stuðlað að bættri orku og lífskrafti.  Getur haft styrkjandi áhrif á hjarta- og æðakerfi.

Elettaria cardamomum er talin ein besta ayurvedíska meltingarjurtin.  

Glycyrrhiza glabra  getur haft jákvæð andoxunar og bólgueyðandi áhrif á slímhúð meltingarvegs.

Þessi Vata blanda af jurtum er sett saman í því markmiði að styrkja andlega og líkamlega heilsu, blóðrásarkerfi, sogæðakerfi, taugakerfi og öndunarfæri.  Jurtirnar vinna að því að róa vata orkuna og róa þannig tilfinningar og auðvelda slökun.  Hin hefðbundna blanda af Himalaya jurtum sem notuð hefur verið í árhundruðir þykir vera góð fyrir almenna líkamlega og andlega heilsu fólks sem er með eftirfarandi atriði ríkjandi í sinni líkams- og hugargerð:

  • Grannir.
  • Viðkvæmir fyrir kulda.
  • Þurr húð og lélegt blóðflæði til útlima.
  • Virkir, orkumiklir, úrræðagóðir, hvatvísir og ríkir af lífsorku
  • Ræðnir, tala hratt og nota hendur mikið til tjáninga.
  • Skapandi og viðkvæmir með gott innsæi.
  • Tilhneyging til ákvarðanafælni, taugaveiklunar, taugakippa og kvíða.
  • Geta sýnt einkenni um lítinn viljastyrk og lélegt skammtímaminni.
  • Geta komið miklu í verk með því að ráðast í verkin af krafti.
  • Upplifa spennu og svefnleysi eftir yfirkeyrslu í vinnu og álagi.

Setjið eina teskeið (2-3 gr) út í um 200-250 ml af sjóðandi vatni og látið trekkja í 10 mínútur. Eða setjið sama magn í lítinn pott og sjóðið í 3-5 mínútur.  Magnið af jurtablöndu í pakkanum nægir í um 40 uppáhellingar. 

Shipping & Returns

Hægt er að sækja vörur í Björkina í Grímsnesinu skv. samkomulagi. (Nærri Borg í Grímsnesi)

Fyrir nánari upplýsingar:
astogfridur@astogfridur.is - s. 8650154

Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar á þriðjudögum í hverri viku nema á frídögum.