Eru tengsl á milli offitu og eiturefna?
Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman
Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman og of lítilli hreyfingu. Í offituvísindum er athyglinni beint í síauknum mæli að öðrum þáttum sem einnig skipta máli s.s. skorti á svefni, líkamsklukkunni okkar, tilfinningaálagi, þarmaflórunni, ákveðnum lyfjum og síðast en ekki síst er nú verið að skoða uppsöfnun eiturefna og áhrif þeirra á efnaskipti líkamans og offitu.
Því er enn meiri ástæða til að taka reglulega til í líkamanum með hreinu mataræði, jurtum og bætiefnum sem hjálpa líkamanum að losna við óværuna.
Síðustu 200 árin hefur yfir 4000 nýjum efnum verið bætt í matinn okkar. Sumum viljandi eins og rotvarnarefnum, litarefnum og gerfisætu en öðrum óviljandi s.s. skordýraeitri og bishpenol-A í plasti. Mörg þessara efna trufla hormónajafnvægi líkamans (endocrine disruptors) og/eða setja þarmaflóruna úr jafnvægi og hefur verið sýnt fram á að þau ýta undir fitusöfnun (obesogens). Dæmi um obesogens er tóbaksreykur, loftmengun, Trybultyltin sveppaeitur, eldvarnarefni (notað t.d. í húsgögn, raftæki og teppi), phthalates (til að mýkja plast), bishpenol-A, PCB´s sem mikið var notað áður fyrr í málningu, flúorljós og fleira.
Með þessa þekkingu í farteskinu, er eðlilegt að huga að reglulegri hreinsun líkamans, til að stemma stigu við þessum efnum sem ýta undir fitusöfnun. Enda hefur mannkyn iðkað reglulega hreinsun á líkama í árþúsundir eins og fjallað er um í Veda ritum hindúa en þau fræði eru yfir 5000 ára gömul. Í góðri hreinsun er litið til allra hreinsikerfa líkamans og þau hvött til dáða með lífsstíl, mat, drykk, bætiefnum og jurtum. Ein slík fer af stað um miðjan mars og verður með fjarfundasniði í samvinnu við
Systrasamlagið.
Sjá nánari upplýsingar um obesogen í
þessari úttekt í tímariti sem fjallar um innkirtlakerfið:
Egusquiza RJ, Blumberg B. Febrúar 2020. ,,Environmental Obesogens and Their Impact on Susceptibility to Obesity: New Mechanisms and Chemicals.” Endocrynology. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7060764/