Heiða Björk hjá Ást og Frið – Ayurveda studio og MUNDO bjóða til heilsuveislu upplifun á Indlandi þar sem áherslan er lögð á panchakarma meðferðina indversku.
(Ferðin er seld á vef Mundo, www.mundo.is)
Í þessari ferð gefst tækifæri til að sameina áhrifaríka heilsumeðferð í anda ayurveda og ævintýraferð til Indlands um leið og fræðst er um hina fornu lækningameðferð PANCHAKARMA. Námskeiðið og ferðina leiðir Heiða Björk næringarþerapisti, ayurvedasérfræðingur, kennari og leiðsögukona.
Panchakarma er einstaklingsmiðuð heilsumeðferð ayurveda lífsvísindanna. Ayurveda læknir fer yfir heilsufar og væntingar og lagar meðferðina að því. Ekki er nauðsynlegt að þekkja ayurvedafræðin eða jógafræðin til að njóta panchakarma meðferðar.

Með aðferð panchakarma er hægt að koma jafnvægi á lífskraftana þrjá – dósjurnar þrjár: vata, pitta og kapha – sem stýra virkni líkama okkar. Þegar þær eru komnar úr jafnvægi byrja veikindi að láta á sér kræla. Meðferðin er því gagnleg fyrir þá sem glíma við heilsufarsvanda, jafnt líkamlegan sem andlegan en ekki síður fyrir þá sem vilja styrkja líkamann og hægja á öldrun. Húðin ljómar og líkaminn er allur slakur og fínn eftir panchakarma meðferð þar sem dekrað er við hvern og einn með hollu og góðu fæði, jurtastyrktum olíum, olíunuddi eða þurrnuddi með jurtum, jóga, hugleiðslu, öndunaræfingum og einfaldlega með því að slaka á í fallegu umhverfi.

Sumir fara reglulega í panchakarma til að stilla dósjurnar af og leggja inn í heilsubankann en aðrir fara sjaldnar og eingöngu til að vinna með ákveðna sjúkdóma eða kvilla. Því lengur sem dvalið er, því meiri árangur næst.
Í upphafi fyllir fólk út spurningalista varðandi heilsufar sitt og sendir til Athreya setursins. Í kjölfarið ræðir ayurveda læknir við gestinn í spjalli á netinu um heilsufarsatriði sem viðkomandi vill einbeita sér að og um væntingar. Hvaða árangri sé raunhæft að ætla sér að ná. Þegar út er komið tekur við viðtal og skoðun hjá ayurveda lækni sem útbýr prógram í samræmi við svörin í spurningalistanum og skoðunina á staðnum. Ayurveda læknirinn kemur síðan daglega og athugar með stöðuna hjá hverjum og einum og gerir breytingar í samræmi við þá framvindu sem á sér stað í meðferðinni.

Loftslag á svæðinu í kringum Bangalore er mjög þægilegt ekki of mikill raki eða hiti og flugið er hentugt en þessir þættir skipta máli þegar lagt er í langferðir til að bæta heilsuna. Heiða Björk hefur áður farið á þetta ayurveda setur og getur mælt með panchakarma meðferðunum þar. Setrið er rekið af hinum virta ayurveda skóla Kerala Ayurveda Academy sem framleiðir sín eigin ayurveda jurtalyf, heilsu og snyrtivörur. Skólinn er með rætur í Kerala héraði en er með útibú víða eins og í Bandaríkjunum og í Karnataka fylki þar sem Ayurvedagram setrið er staðsett rétt utan við Bangalore. https://www.keralaayurveda.us/
Nýlega hlaust þetta heilsusetur verðlaun fyrir framúrskarandi starfsemi og valið eitt besta ayurveda heilsusetur Suður-Indlands.

9. janúar 2026 :
Haldið á vit ævintýranna
Flogið frá Íslandi til Bangalore á Indlandi með millilendingu í London.
10. janúar :
Við erum komin til Indlands!
Eftir lendingu í Bangalore höldum við á 5 stjörnu hótel í borginni, tékkum okkur inn og slökum á eftir langt ferðalag. Þar er heilsulind og sundlaug þar sem gott verður að slaka á eftir langt flug. Það er gott að vera búin að jafna sig á flugþreytu þegar meðferð hefst á Ayurvedagram.
11. janúar :
Skoðunarferð til Mysore/Mysuru
Mysore er gömul höfuðborg konungsríkisins Mysore í suðvestur Karnataka héraði. Borgin er þekkt fyrir menningararf og hallir og sú frægasta er sennilega Mysore höllin þar sem blandast saman byggingarlist hindúa, islam, gotnesks og rajput. Í Mysore er líka hinn margra alda gamli Devaraja markaður sem er fullur af silki, kryddum og sandalvið. Gistum aftur á 5 stjörnu hótelinu okkar í Bangalore.

12. janúar - 2. febrúar :
Dvöl á Ayurvedagram sem er virt ayurveda-heilsusetur
21 dags áhrifarík heilsumeðferð - Panchakarma - sem notuð hefur verið í árþúsundir til að koma jafnvægi á lífskrafta (dósjur) líkamans til að bæta heilsu eða lengja og bæta lífslíkur. Meðferðin er áhrifarík fyrir bæði andlega og líkamlega kvilla en ekki þarf að þjást af sjúkdómum til að gera panchakarma, heldur er mælt með reglubundinni iðkun til að viðhalda góðri heilsu og halda aftur af hrörnun líkamans.

2.-5. febrúar :
Aftur til Bangalore
Við komum aftur á 5 stjörnu hótelið í Bangalore þar sem við getum slakað á við sundlaugarbakkann, farið í heilsulind hótelsins, stuttar gönguferðir eða bara gert eitthvað allt annað sem okkur dettur í hug.

5. febrúar :
Heimferð með sterkari heilsu og hjartað fullt af gleði og góðum minningum.
Flogið frá Bangalore til Íslands með millilendingu í London.
Innifalið:
- Flug milli Íslands og Bangalore með einni millilendingu, 20 kg taska í innritaðan farangur og handfarangur sem kemst undir sætið fyrir framan
- Lítil rúta með loftkælingu á milli staða og í skoðunarferð
- Námskeið með Heiðu Björk þar sem farið er í grundvallaratriði ayurvedafræðanna og út á hvað panchakarma heilsumeðferð gengur og fólk undirbúið undir ferðina. Hittst er í þrjú skipti í 3 klst fyrir ferð og eitt skipti eftir að ferð er lokið.
- 21 dags panchakarma meðferð á Ayurvedagram. Þar er allt innifalið; gisting í herbergi með sér baðherbergi, fullt ayurveda fæði, jurtalyf, meðferð í um 3 klst á dag, jóga-, öndunaræfingar- og hugleiðslutími daglega.
- Fimm nætur með morgunverði á 5 stjörnu hótelli í Bangalore
- Aðstoð Heiðu Bjarkar í Bangalore og fyrstu 2-3 dagana í Ayurvedagram.
Ekki innifalið:
- Þjórfé eins og tíðkast í þessum heimshluta, til bílstjóra, þjóna á veitingahúsum, ræstingafólks og meðferðaraðila á Ayurvedagram
- Hádegis- og kvöldverður í Bangalore fyrir og eftir meðferð
- ETA (electronic travel authorisation) vegna millilendingar í London
- ETA (electronic travel authorisation) fyrir Indland
Verð er frá 1.190.000 kr.
Til að staðfesta pláss þarf að fara inn á vef www.mundo.is og greiða staðfestingargjald.
https://mundo.is/ferd/indland-heilsu-og-aevintyraferd-januar-2026/