LNT meðferðin er öflug orkumeðferð þar sem unnið er með lífsorku fólks.
Þessi meðferð er um 30 ára gömul og þróuð af Philippw Schwiderski sem starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur, osteopati, craneo-sacral meðferðaraði og við nálastungur þar til hann uppgötvaði þessa áhrifaríku aðferð sem hann kallaði LNT eða La Nueva Terapía. Hann var ekki að flækja hlutina í nafngiftinni og á íslensku útleggst nafnið sem Nýja meðferðin.
Meðferðin tekur rúma klukkustund og er grunnstaðan sitjandi staða, en stundum er lagst aftur ef þörf krefur eða staðið upp. Losað er um orkustíflur til að vekja upp heilunarmátt líkamans. Orkulíkaminn er eins og kökumót. Efnsilíkami okkar er þá kakan. Ef mótið er skakkt og skælt verður kakan skökk og skæld. Ástand orklíkamans hefur þannig áhrif á líkamlega heilsu.
Gott er að koma nokkrum sinnum eins og í 3-4 tíma, en nauðsynlegt er að láta um 10 daga líða á milli meðferðartíma. Einnig er æskilegt að vera ekki í annarskonar orkumeðferð á sama tíma og unnið er með aðferð LNT eins og t.d. craneo-sacral eða nálastungum eða heilunarvinnu.
Gott er að sameina heilsusamlegan lífsstíl og mataræði í anda ayurveda heilsuvísindanna indversku og LNT tæknina til að ná veruega góðum árangri með andleg eða líkamleg vandamál.
LNT hefur oft gefið góða raun við verkjum og kvíða svo fátt eitt sé nefnt.