Ráðgjöf

Heiða býður upp á heilsuráðgjöf og margvíslegar meðferðir. 

1. Ayurvedaráðgjöf

  • Ráðgjöf (Næring, æfingar og  lífstíll)
  • Samantekt í tölvupósti
  • Uppskriftir og fleiri afhendigögn
  • Oftast bætist við kostnaður vegna jurtalyfja eða bætiefna. (Gæti verið á bilinu 10-20.000 kr.)
  • Mikilvægt er að fara yfir árangur og endurmeta stöðuna þegar um 2-3 mánuðir eru liðnir frá því lagt var af stað með nýtt meðferðarprógram. Gott er að koma tvisvar sinnum í endurkomu til að tryggja góðan árangur af meðferð. Það er þó ekki nauðsynlegt.


Verð:

Fyrsti tími: 24.000 kr (90 mín).
Endurkoma: 16.000 kr (60 mín).

Nánari upplýsingar og tímapantanir: astogfridur@astogfridur.is  Sími: 8650154

Staðsetning: Bolholt 4, 2. hæð.

Lausir dagar í október: 7. okt, 15. okt, 22. okt, 28.okt
Lausir dagar í í nóvember: 12., 19. og 26. nóv
Lausir dagar í desember: 3, 10, 16, og 30. des. 

Lausir dagar í mars: 4. 11. mars

Heiða Björk verður á Indlandi í janúar og febrúar og því verður ekki hægt að bóka ráðgjöf þá mánuði.
.
Einnig er hægt að koma í ráðgjöf í Grímsnesið eftir samkomulagi. Frá Olís við Rauðavatn er það 50 mín akstur. 
.
.

Ayurvedaráðgjöf á netinu. Einfalt og  árangursríkt: 

Fyrsti tími í ayurveda-netráðgjöf: 20.000 kr (90 mín)
Endurkoma í netráðgjöf: 16.000 kr (60 mín)
Þeir sem ekki komast til Heiðu geta hitt hana á netinu og átt gott spjall í gegnum tölvuna með notkun zoom hugbúnaðarins eða Skype. 
.

2. LNT meðferð 

Við þurfum líka heilbrigðan orkulíkama.
Hver tími er klukkustund.  Með LNT (La Nueva Terapía) aðferðinni er unnið að því að losa um stíflur í orkuflæði og  heilunarmáttur líkamans er virkjaður. Stíflur í orkuflæði geta myndast vegna t.d. áfalla, næringar eða lífsstíls. 
Unnið er með efnis- og orkulíkamann.
Verð: 14. 000 kr 
 


.

3. Ayurvedískt andlits- og höfuðnudd - 45 mín

Endurnærandi fyrir húðina, eykur blóðrás til vefjanna í andliti og hefur sérlega slakandi áhrif á taugakerfið. Vinnur með stress og kvíða. Hjálpar til við hreinsun úrgangsefna frá heila og úr vefjum andlits. Styrkir eyru og verndar gegn síma-þreytu og mikils áreitis á eyru. Markvisst er unnið með orkupunkta - marma punkta - sem eru fjölmargir í andliti og á höfði.  Notaðar eru klassískar ayurvedaolíur sem hafa nærandi og róandi áhrif á húðina. Olíurnar ganga inn í húð og berast með blóðrás um líkamann og næra alla vefi líkamans. 

Verð: 12. 000 kr 


.

.

4. VedaPulse mæling

Viltu kanna stöðu líkama og huga með VedaPulse mælitækinu? 

Með því að mæla lífskraftana eins og þeir birtast í púlsinum má sjá margar áhugaverðar tölur og upplýsinga varðandi heilsufarið. Heildarmagn prana í líkamanum og styrk orkustöðvanna. Er sympatíska kerfið ríkjandi eða er það parasympatíska. Staða dósjanna þriggja: vata, pitta og kapha.  Uppsöfnun á AMA eða úrgangsefnum, Hversu mikið OJAS eða lífselexír býr í líkamanum sem ákvarðar viðnám gegn veikindum, hjartasláttarbreytileikann (HRV) og margt fleira sem hægt er að skoða með þessu snjalla tæki sem var hannað af rússanum Oleg Sorokin og hefur hinn snjalli ayurveda læknir Vasant Lad unnið með honum og lagt blessun sína yfir útkomuna. Um áreiðanleika mælinganna út frá ayurvedavísindunum segir Vasant Lad:

,,You are the first scientist that designed such an accurate algorithm. Everything I found out in this patient. Your device could also see." Vasant Lad 16. maí 2014. Stofnandi Ayurveda Institute í Bandaríkjunum og einn virtasti ayurveda frumkvöðull á Vesturlöndum."

Verð: 16.000 kr

(Mæling og farið yfir niðurstöður á staðnum)

Verð 24.000 kr

(Mæling, farið yfir niðurstöður á staðnum og samantekt send í tölvupósti)