Brjóstsviði, bakflæði og meltingarvandamál

Magasýra er Mega-Góð! - Um brjóstsviða, bakflæði og meltingarvandamál -
Tekur þú magasýrulyf?
Brjóstsviði og bakflæði eru ekki alltaf vegna of mikillar magasýru og hefur mikil notkun magasýrulyfja  í sumum tilfellum gert illt verra og aukið á brjóstsviða og meltingartruflanir. Oft má lagfæra brjóstsviða og meltingartruflanir með náttúrulegum leiðum s.s. bætiefnum, lífstíl og breytingu á mataræði.(1  2)
Við þurfum að hafa nóg af magasýrum til að virkja ensímið pepsín sem meltir prótein í maganum og til að vinna steinefni eins og kalk, járn, zink, magnesíum og B12 úr fæðunni. Næga magasýru þarf líka til að setja af stað framleiðslu meltingarensíma sem taka við meltingu fæðunnar þegar hún yfirgefur maga og færist eftir þörmunum. Þessi ensím eru sérhæfð og sum sjá um að melta kolvetni, önnur melta prótein, önnur fitu eða mjólk svo dæmi séu tekin. Magasýran er þar að auki fyrsta vörn líkamans gegn sníkjudýrum og bakteríum, en ef  slíkt berst með mat eða drykk í maga, á magasýran að geta drepið flest allt, ef hún er ekki af skornum skammti. Magasýran er þannig nauðsynlegur hluti góðs ónæmiskerfis.(4)  Skortur á henni hefur jafnvel verið tengdur marvíslegum kvillum s.s ofnæmi og asthma.(4)
 
Magasýran er mega-góð
Flest framleiðum við minna af þessum nauðsynlegu meltingarvökvum með árunum4 og hefur  streita einnig hamlandi áhrif á framleiðsluna. Gerlar sem lifa í þörmunum eru einnig nauðsynlegir fyrir meltinguna, t.d. acidophilus og bifidus. Ef þessi magasýra, meltingarensími og góðir gerlar eru af skornum skammti t.d. vegna sýklalyfja, steralyfja, hormónapilla, streitu eða magasýrulyfja á líkaminn erfiðara með að vinna næringarefnin úr fæðunni. Þegar svo er komið að melting á fæðunni er ekki nógu góð, berast stórar ómeltar fæðusameindir niður eftir meltingarveginum og það getur skapað gasmyndun, uppþembu, niðurgang eða harðlífi og brjóstsviða.  
Ef við náum ekki að melta fæðuna almennilega, náum við ekki vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum úr henni til að knýja hina stórkostlegu verksmiðju, líkamann, þar sem fram fer framleiðsla á óteljandi varningi s.s. taugaboðefnum, blóðkornum, frumum og hormónum. 
Því liggur það ljóst fyrir að góð melting er undirstaða góðrar heilsu, jafnt andlegrar sem líkamlegrar. Þegar magasýrubindandi lyf eru tekin að staðaldri er verið að minnka magn magasýru sem í sumum tilvikum gæti gert slæma meltingu enn verri. Því er alveg sjálfsagt að reyna náttúrulegar leiðir, svo sem breyta mataræði, auka hreyfingu, beita öndun og slökun og  taka inn bætiefni til að örva náttúrulegt flæði meltingarvökva og bæta meltinguna. 
Ef endurteknar heimsóknir til meltingalæknis hafa ekki dugað tl að vinna bug á vandanum, er kannski komið að því að skoða hinn möguleikann, - of lítið af magasýrum, - með aðstoð næringarþerapista.
 
Heimildir
1. Kanes, Kisia and Krupczak, Tina. 2016.  "Nutritional Interventions for Gastroesophageal Reflux, Irritable Bowel Syndrome, and Hypochlorhydria: A Case Report." IMCJ. 2016 Aug; 15(4): 49-53.   https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4991651/
2. Robillard, Norman. 2016. "What Really Causes Acid Reflux and GERD.?". Digestive Health Institute.  https://digestivehealthinstitute.org/2014/07/08/what-really-causes-acid-reflux-gerd
3. Worldhealth.net. 30.desember 2005. ,,Betaine HCl."  Sótt 21. október af http://www.worldhealth.net/news/betaine_hcl/
4. English, Jim. 22. apríl 2013. ,,Gastric Balance: Heartburn Not Always Caused by Excess Acid." Nutrition Review. Sótt 21. október af http://nutritionreview.org/2013/04/gastric-balance-heartburn-caused-excess-acid/