HVAÐ ER AYURVEDA

ELSTU HEILSUFRÆÐI VERALDAR. HEILDRÆN NÁLGUN Á HEILSUNA.

Ayurveda lífsvísindin

Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Þessi yfir 5000 ára vísindi eru upprunninn á Indlandsskaga og eru skráð niður í Veda ritunum, sem eru með elstu varðveittu ritum mannkyns.

Í Ayurveda er áherslan á forvarnir, - hvernig á að halda líkamanum heilbrigðum en einnig eru ítarlegar lýsingar á margvíslegum sjúkdómum og einkennum og upplýsingar gefnar um meðhöndlun.

Ayurveda styðst við margskonar aðferðir við að ná jafnvægi í líkamanum og viðhalda góðri heilsu s.s. mataræði. lífsstíll, unnið með líkamsklukkuna, jurtir, hreyfingu, öndun, hugleiðslu, og skurðaðgerðir. Reyndar má lesa elsta þekkta leiðbeiningarit um skurðaðgerðir í ayurveda textanum sem kallast Sushruta Samhita.

Hugmyndafræðin að baki Ayurveda byggir á frumkröftunum 5 og orkutegundunum 3.

Líkaminn er byggður upp með frumkröftunum 5, Rými, Loft, Eldur, Vatn og Jörð, en virkninni stýra orkutegundirnar þrjár, Vata, Pitta og Kapha.

Hugur og andi hafa áhrif á starfsemi líkamans og líkaminn hefur áhrif á hugann.

Frumkraftarnir 5 birtast í öllum lifandi og dauðum hlutum. Í samræmi við meðfædda líkamsgerð hvers og eins - PRAKRITI - getum við vitað hvaða fæða og lífsstíll hentar viðkomandi til að halda sér í jafnvægi og við góða heilsu. Engir tveir eru eins og því er það mismunandi hvaða tegund af fæðu og lífstíl hentar hverju sinni. Þannig henta köld böð og ketófæði alls ekki öllum né henta reglubundnir chili-réttir og hot yoga alls ekki öllum.

Í vestrænni næringarfræði er sjónum beint að innihaldsefnunum prótein, fita, kolvetni ásamt vítamínum, steinefnum og nú nýlega bættust andoxunarefni við. En í Ayurveda er farið enn dýpra í samsetningu fæðunnar og frumkraftarnir fimm og brögðin sex skipta þar höfuðmáli til að ákvarða hvernig fæðan hentar hverjum og einum.

      Fyrst ayurveda getur gert svo margt fyrir svo marga, og hefur verið iðkað í 5000 ár,- hvers vegna er eru ekki fleiri að iðka ayurveda?  Sannleikurinn er sá að fólk hefur tilhneygingu til að halla sér frekar að nútíma hugtökum og aðferðum,  þar sem  það telur að það sem er nýrra sé betra. Það er aftur á móti ekki alltaf svo eins og dæmin sanna.

Hvernig er ayurveda ólíkt öllum öðrum læknisvísindum?

Í fyrsta lagi viðurkennir ayurveda að hver einstaklingur hefur sína einstöku líkamsgerð og líkamsvirkni auk þess að hafa sína einstöku hugargerð.  Þar af leiðandi, í stað þess að vinna út frá því að líkamsstarfsemi allra vinni á sama hátt, er ayurveda einstaklingsmiðað. Aldrei er hægt að segja að þessi eða hin jurtin eða fæðan virki á sama hátt fyrir alla, eða að ákveðnar æfingar eða lífsstíll virki á ákveðinn hátt og eins fyrir alla. Í öðru lagi, einskorðar ayurveda sig ekki við líkamann og lífeðlisfræði líkamans, heldur tekur til greina allar víddir einstaklingsins, þar með talið andann, tilfinningar, hugsun, atferli, líkama, fjölskyldu, samfélag, umhverfi,  náttúru og kosmíska þætti eins og stöðu himintunglanna.

Eru þetta einhver vísindi?

Mikið af rannsóknum liggja að baki ayurveda fræðunum og er hægt að lesa um rannsóknir í ritrýndum gagnagrunnum og tímaritum hér.

HÉR má lesa nánar um Ayurveda lífsvísindin í viðtali sem Systrasamlagið tók við Heiðu Björk um Ayurveda vísindin.

HÉR má horfa á kynningu á ayurveda lífsvísindunum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

HÉR spurningalisti til að greina hver þín meðfædda líkamsgerð er - Prakriti.