Lifrin og tilfinningarnar

Austurlensk vísindi telja tilfinningar hafa áhrif á heilsuna. Jákvæðar tilfinningar bæta hana (t.d. hugrekki, gleði, þakklæti, kærleikur, samhygð) og neikvæðar tilfinningar skaða hana (t.d. sorg, ótti, reiði, hatur) Ayurveda lífsvísindin indversku (lesist ajurveda) telja mismunandi tilfinningar hafa áhrif á mismunandi líffæri. Ef við bælum neikvæðar tilfinningar niður í stað þess að vinna úr þeim, geta þær sest að í tilteknu líffæri og valdið þar vandamálum.

Pitta dósjan, er ein af þremur lífskröftum sem stýra virkni líkama okkar. Hinar eru vata og kapha. Pitta dósjan tengist mjög lifrinni og þær neikvæðu tilfinningar sem tengjast pitta geta valdið veikindum í lifur; reiði, hatur, öfund, afbrýðisemi, óþolinmæði. Við verðum að reyna að vinna með þessar tilfinningar til að láta þær ekki ná stjórninni. Ekki er heldur gott að bæla þær niður, því þá hreiðra þær um sig í lifrinni og geta komið ójafnvægi á starfsemi lifrar, gallblöðru og þarma.
.

Hvernig er hægt að losa um þessar tilfinningar?

  • Fara snemma í háttinn. Vera sofnuð fljótlega eftir kl 22 og djúpur og góður svefn skiptir máli. Tíminn frá kl 22 - 02 er tíminn sem pitta er að melta tilfinningar og upplifun dagsins. Ef við sofum illa eða bara ekkert á þessum tíma, safnast ómeltar tilfinningar og reynsla upp og setjast að í lifrinni. Verkstæðið er ekki opið endalaust þar sem hugurinn er hreinsaður af neikvæðum og erfiðum tilfinningum. 
  • Hugleiðsla hjálpar til við að losa um þessa fíngerðu orku. 
  • Vinna í fyrirgefningu og sleppa reiði og eftirsjá með aðstoð hugleiðslu og öndunaræfinga.
  • Eldöndun er góð fyrir lifur (khabalabati)
  • Vissar jógastöður eru mjög góðar til að örva lifrina eins og Boginn Bow Pose og Brúin (Bridge Pose).
  • Vissar jurtir hafa sérstaka virkni á lifur og á pitta dósjuna t.d. chaga sveppur, turmerik, amalaki (ein af þremur jurtunum í triphala blöndunni frægu), bhumyamalaki, guduchi, fíflate, nettlute, kórianderfræ eða ferskt kóriander, hvítlaukur,mjólkurþistill.
  • Taka inn kaldpressaða vandaða græna ólífuolíu fyrir svefninn blandaða saman við sítrónusafa. 1 matskeið ólífuolía + 1 msk sítrónusafi.

Forvörn er best

Með því að vanda fæðuna getum við styrkt lifrina svo hún ráði vel sjálf við að hreinsa sig. Lágmarka unnar matvörur, alkóhól, kaffi, djúpsteikt, mikið salt, hvítan sykur og sælgæti.

Borða trefjaríkan mat eins og baunarétti, heilkorn eins og hafra, bygg og hýðishrísgrjón og mikið af grænu grænmeti eins og aspas, grænkál, brokkoli, gulrætur, radísur, þistilhjörtu, avokado, mung baunir og blaðlaukur. Drekka vel af jurtatei sem er koffínlaust/teínlaust.

Drekka glas af heitu vatni með sítrónu útí á fastandi maga á morgnana er einnig góð leið til að styrkja lifur og sérstaklega gallgangana.