Góðar matarvenjur

1.    Hægðu á þér á matmálstímum. Borða rólega, þá setur þú slakandi hluta ósjálfráða taugakerfisins af stað og meltir matinn betur. Ekki borða á hlaupum
2.    Djúpöndun. Taktu 5-10 djúpa andardrætti áður en byrjar að borða. Með súrefninu meltir þú matinn betur, efnaskiptin örvast og þú framleiðir þá meltingarvökva sem þú þarft.
3.    Mundu eftir ánægjunni. Útbúðu fallegan og góðan málsverð. Ánægjan bætir meltinguna.
4.    Borða með núvitund. Vertu meðvituð um hvern matarbita sem þú setur ofan í þig og hvern sopa. Veittu hverjum bita athygli og ekki gera annað á meðan þú borðar s.s. horfa á sjónvarp, lesa blöð eða vera í tölvunni.
5.    Veldu mat sem er þér góður. Við eigum að velja okkur mat sem fer vel með okkur og elskar okkur. Rétt eins og þegar við veljum okkur maka. Við viljum ekki mat sem skaðar okkur.
6.    Treystu á innsæi líkama þíns. Hlustaðu á líkamann, ef matur fer illa í þig, þá skaltu láta hann eiga sig.
7.    Afeitraðu hugann. Ef hugur okkar býr yfir niðurbrjótandi hugsunum um okkur sjálf, hefur það áhrif á samband okkar við mat. Hugsum upplyftandi hugsanir um okkur sjálf. Hugsanir sem styrkja okkur, hvetja og meta okkur eins og við erum.
8.    Fögnum og verum þakklát. Hin stórkostlega alheims-vitund sem skapti okkur, færði okkur matinn inní sköpunarverkið.  Verum þakklát og leyfum þakklæti að vera hluti af máltíðinni og afstöðu okkar til næringar.  Fögnum næringunni sem við getum gefið líkamanum.
9.    Slepptu og lifðu. þegar máltíð er lokið, er tími til kominn að halda áfram með lífið. Slepptu öllum áhyggjum af matnum og þyngd. Slepptu allri sektarkennd og skömm og notaðu alla næringuna sem þú varst að innibyrða til að kynda undir sköpunarkrafti þínum, sinna stórkostlegum verkefnum og fylla heiminn af ást... 
 
2015. Institute for the Psychology of Eating. www.psychologyofeating.com