Kostirnir við koparílát - Að drekka koparvatn

Kopar ílát

Heilsusamleg áhrif þess að geyma drykkjarvatn í koparíláti yfir nótt eru þekkt. Koparinn verður þó að vera hreinn kopar og ílátið má ekki vera fóðrað með plastfilmu að innan. Áhrifaríkast er að drekka glas af koparvatni á fastandi maga á morgnana. Gott að drekka síðan annað glas um eftirmiðdaginn eða fyrir svefninn. Mælt er með að drekka koparvatn í u.þ.b. tvo mánuði og hvíla síðan í einn mánuð. Þetta gefur líkamanum tækifæri til að skola út umframkopar sem hefur mögulega safnast upp.

Koparílát jóna vatnið. Það verður basískara og koparinn drepur bakteríur.

Í Journal of Health, Population and Nutrition, frá árinu 2012, má lesa um áhugaverða rannsókn sem gerð var á vatni sem látið var liggja í koparíláti í 16 klst við stofuhita.  Vatnið hafði verið smitað með margvíslegum niðurgangsbakteríum eins og E. Coli og Sallmonella. Í ljós kom að koparílátið drap skaðlegu bakteríurnar. Að auki varð vatnið ögn basískara sem er jákvætt. Því er mælt með að vatn sé geymt í koparílátum í þeim heimshlutum þar sem ferskt og gott drykkjarvatn er af skornum skammti.

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3312355/

Sagan

Í fornum lækningaritum frá mismunandi menningarsvæðum heims er oft rætt um hreinsandi eiginleika koparvatns þrátt fyrir að á þeim tímum hafi ekki verið búið að uppgötva sveppi, bakteríur og aðrar örverur.  Til forna tíðkaðist að henda koparmynt í aflokuð vötn og læki til að hreinsa vatnið til að gera það hollara til drykkjar auk þess vatnið varð heilsusamlegra fyrir lífríki þess. Myntin til forna var gjarnan úr hreinum kopar og þannig hófst þessi hefð að kasta mynt út í vatn eins og margir gera í peningagjá á Þingvöllum. En fólk í dag áttar sig oftast ekki á að myntin í dag er gerð úr blöndu af margskonar málmi og sýrir vatnið og gerir það skaðlegt fyrir lífríkið sem þar þrífst. Það á því alls ekki að henda mynt í vötn í dag. Í Ayurvedafræðunum er koparvatn kallað Tamra Jal og drykkjarvatn var gjarnan geymt í koparkönnum á Indlandi.

Kostirnir við koparvatn

Í fornum textum er kostum koparvatnsins oft lýst af kostgæfni. Þeir kostir sem helst eru nefndir við koparvatnið bæði í hinum fornu textum sem og í nútíma heilsuritum eru eftirfarandi:

  • Sótthreinsandi
  • Vatnið jónast- fær í sig hlaðnar frumeindir og verður jákvætt hlaðið
  • Kopar frumeindir bætast út í vatnið
  • Vatnið verður örlítið basískara
  • Þessi örlitli skammtur er í lagi sem viðbót við kopar í fæðu en ekki drekka meira en 2-3 glös á dag. Fæða sem rík er af kopar er t.d. innmatur, skelfiskur, möndlur, hnetur,avokado, baunir, bygg, sveppir, hafrar, appelsínur, radísur, spergilkál, lax, hvítlaukur.
  • Gefur vatninu lífsorku (prana)
  • Frumur líkamans taka koparvatn betur upp
  • Kemur jafnvægi á vata, pitta og kapha.
  • Örvar heila
  • Styrkir bein
  • Styrkir skjaldkirtil
  • Gott við liðagigt
  • Vinnur á fitu
  • Hreinsandi áhrif á meltingarveg
  • Eykur frjósemi
  • Eykur járnupptöku
  • Gott fyrir hjarta

Flestir eru sammála því að ráðlagður skammtur á dag af kopar sé um 9mg fyrir fullorðna. Koparvatn er gott til að ná þeim dagsskammti en ekki fara yfir strikið og drekka meira en 2-3 glös á dag. Ekki geyma vatnið í koparílátinu lengur en í 48 stundir til að koparstyrkurinn verði ekki of mikill. En koparvatn sem aðeins er geymt í 1 til 2 sólarhringa er þó með það lítið koparmagn í sér að það er langt innan við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin notar sem viðmið. Rannsóknir hafa sýnt að eftir um 16 klst er magnið 0.2 ppm af kopar á meðan viðmiðið er að magnið af kopar í vatni fari ekki upp fyrir 2 ppm.

Ekki geyma neinn vökva annan en hreint vatn í koparílátinu. Ekki safa, te eða neitt slíkt. Það getur skapað eitrunaráhrif fyrir líkamann að drekka slíkan vökva úr koparíláti.  

Á þessum vef má lesa meira um rannsóknir á koparvatni og kaupa koparílát.

https://www.copperh2o.com/blogs/blog/copper-water-bottles-and-scientific-research