Útijóga, gönguferðir, hugleiðslur, öndunaræfingar, jóga nidra djúpslökun, fræðsla um ayurveda lífsvísindin, spjall um meltingu og næringu, heilandi grænmetisfæði, nudd, magnesium- og leirbað, söguspjall um márana á Spáni, gaman saman út að borða í Gaucín og ekki má gleyma sólbaðinu!
Ferðin er í samvinnu við ferðaskrifsstofuna Heillandi heimur.
21-28. maí 2024
Komdu með í heilsueflandi ferð til Andalúsíuhéraðs á Spáni. Farið verður í göngur um fjöllin og korkskóginn, mjúkt jóga á morgnana í jógatjaldinu, yoga nidra leidd liggjandi djúpslökun á kvöldin, nudd og leirbað fyrir þá sem vilja.
Við höfum fræðsluspjall einn daginn um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu út frá hinum fornu indversku lífsvísindum ayurveda og hver og einn fær aðstoð til að finna út sína meðfæddu líkamsgerð skv ayurveda fræðunum.
Að þessu sinni hefst námskeiðið í hinu heillandi fjallaþorpi Gaucín sem er nærri El Colmenar þar sem heilsubúgarðurinn Casa Rural Ahora er staðsettur. Í Gaucín notum við tækifærið og höfum söguspjall um márana á Spáni sem settu ærlegt mark sitt á landið með nær átta alda valdatíma sem einkenndist af blómstrandi menningu, framþróun í vísindum og efnahagslífi. Í Gaucín gefst tími til að skoða kastalann sem á rætur að rekja til tíma Rómverja en var mikilvægt virki á tíma máranna. Í Gaucín verður farið út að borða á veitingastað þar sem stórkostlegt útsýni gefur matnum aukið gildi, en hægt er að sjá ljósin í Afríku, hinum megin Gíbraltarsundsins í kvöldrökkrinu.
Næsta dag gerum við léttar æfingar fyrir morgunverð áður en lagt er af stað í göngu niður fjallið til þorpsins El Colmenar þar sem heilsubúgarðurinn Casa Rural Ahora er staðsettur. Þar verður síðan dvalið næstu sex nætur.
Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga. Þess má geta að flugfélagið Play er með beint flug til Malaga 20. maí.
Á staðnum eru jógamottur en gott er að koma með eitt teppi og púða með sér fyrir jóga nidra djúpslökunina á kvöldin. Ef pláss er í töskunni er líka sniðugt að stinga einum eða tveimur jógakubbum niður.
Skipt er um handklæði einu sinni eða tvisvar í viku á herbergjunum. WC pappír og náttúruleg sápa er á baðherbergjunum. það má nefna að sápan er framleidd á staðnum og algerlega laus við aukaefni. Þar sem þetta er svokölluð ,,sveita ferðamennska" eða turismo rural, er ekki sami lúxusinn eins og á hótelherbergjum í borgum. Það er því ekki þrifið daglega og enginn ísskápur eða kaffi/te græjur inn á herbergjum. Þetta er búgarður í miðri náttúrunni, við endimörk þorpsins El Colmenar sem er í Malaga héraði. Áin Guadiaro rennur fram hjá búgarðinum og í garði nágrannans eru oft kindur á beit rétt við jógatjaldið. Ávaxtatré þar sem vaxa sítrónur, appelsínur og fleiri ávextir eru ræktuð á Casa Rural Ahora og er jógatjaldið í miðri þessari náttúrudýrð.
Dagskrá:
21. maí: Allir hittast við rómversku rústirnar í miðbæ Malaga kl 10:00. Töskurnar er best að geyma á hótelinu þar sem gist var nóttina áður. Við göngum lítinn hring um miðbæinn og setjumst í bröns nærri rómversku rústunum með útsýni til Alcazaba márakastalans. Í labbinu verður sýnt hvar rútan nær í okkur síðar um daginn.
21. maí: Rúta sækir okkur kl.13:00 og lagt í hann til fjallaþorpsins el Gaucín sem er 1,5 klst akstur. Á leiðinni verður stutt stopp í ostabúð sem sérhæfir sig í geitaosti og selur ýmislegt annað úr héraðinu eins og vandaðar ólífuolíur, pylsur og hunang.
Í Gaucín verður gengið um bæinn og kannski kíkt á Arnarkastala (Castillo del Agila), sem er kastali frá tíma Rómverja sem er í útjaðri bæjarins. Aðeins um 20 mín ganga. Farið út að borða saman um kvöldið á stað með stórkostlegu útsýni yfir til Marokkó í Afríku. Gist í Gaucín.
22. maí: Morgunæfingar. Morgunverður og síðan gengið frá Gaucín til Casa Rural. Þetta er um 3-4 klst ganga og að mestu niður á við. Lagt af stað um kl. 10:00 - 10:30. Bíll kemur að sækja farangur og ferjar hann niður til Casa Rural Ahora.
22-28 maí: Námskeið í Casa Rural Ahora. Jóga, hugleiðsla, öndunaræfingar, djúpslökun, nudd, leirbað, göngur og fræðsluerindi.
Dagskráin í Casa Rural Ahora hefst í jógatjaldinu 22. maí kl. 17:00 með kynningarhring. Kvöldmatur kl. 19:30.
Dagskrá lýkur miðvikudaginn 28. maí eftir morgunjóga og morgunverð. Rúta sækir hópinn kl. 11:00. Komið til Malaga um kl. 15:00. Stoppað í þorpinu Casares á leiðinni niður til Malaga og gengið aðeins um þetta fallega litla fjallaþorp.
**********************
Ekki þarf að hafa reynslu af jóga til að taka þátt.
Jógakennari og leiðangursstjóri er Heiða Björk Sturludóttir, leiðsögumaður, umhverfisfræðingur, sagnfræðingur, kennari, jógakennari, ayurveda sérfræðingur og næringarþerapisti. Henni til aðstoðar er Þröstur Sverrisson, umhverfissagnfræðingur og leiðsögumaður.
Verðskilmálar: Greiða þarf staðfestingargjald að upphæð 80.000 kr. við skráningu.
Ganga þarf frá eftirstöðvum um miðjan febrúar 2025.
Ekki er endurgreitt ef forföll eru tilkynnt eftir 16. febrúar 2025.
Ef afbókað er fyrir þann tíma er öll upphæðin endurgreidd fyrir utan staðfestingargjaldið. Ef óviðráðanlegar aðstæður koma upp t.d. vegna alvarlegra veikinda verður ferðin endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjaldið.
Tryggðu þér sæti núna með því að greiða staðfestingargjaldið, 80.000 kr.
INNIFALIÐ:
EKKI INNIFALIÐ:
Nánari upplýsingar og skráning í síma 8650154 og í tölvupósti til: astogfridur@astogfridur.is
Heiða Björk og Þröstur leiðangursstjórar í Hrægammagjúfri.
Dásemdarsund í Hrægammagljúfri
Fjögurra manna herbergi Veggur með hurðaropi og hengi fyrir aðskilur tvö rúm frá tveimur öðrum. Eitt salernig fyrir rúmin fjögur.
2-3 manna herbergi
Baðherbergin eru skemmtiega hönnuð -spænskur sveitastíll og hvert herbergi er með sinn stíl.
Casa Rural Ahora búgarðurinn.
Áin Guadiaro rennur fyrir neðan búgarðinn þar sem gott er að kæla sig í sumarhitunum.
Hægt er að sækja vörur í Björkina í Grímsnesinu skv. samkomulagi. (Nærri Borg í Grímsnesi)
Fyrir nánari upplýsingar:
astogfridur@astogfridur.is - s. 8650154
Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar á þriðjudögum í hverri viku nema á frídögum.