Prakruti spurningalisti

Hvers konar manneskja ertu?
Þegar þú svarar listanum skaltu svara með það í huga hvernig þú hefur almennt verið í gegnum ævina. Ekki svara eingöngu út frá því hvernig þú hefur verið undanfarið eða eftir að eitthvað fór að bila í líkamsstarfseminni, því þá ertu að vinna með vikriti. Vikriti er ójafnvægi sem getur verið í gangi í dósjunum og er ekki þitt náttúrlega ástand. Reyndu að haka eingöngu við einn svarmöguleika, en ef það er alveg ómögulegt að gera upp á milli tveggja svara og þér finnst báðir möguleikarnir hafa verið jafn ríkjandi  hjá þér í gegnum tíðina, þá máttu haka við tvennt.
Oft er gott að fá aðstoð hjá ættingja eða vini sem hefur þekkt þig lengi, því stundum getum við verið blind á okkur sjálf.
Þegar verið er að skoða sjálfan sig og velja svarmöguleika getur líka verið hjálplegt að bera sig saman við aðra. Ert þú til dæmis grannvaxin/n og smábeinótt/ur miðað við félaga þína og samstarfsfólk eða miðað við Íslendinga almennt? 
Þegar þú hefur svarað öllum spurningunum telur þú saman hversu mörg vata stig, pitta stig og kapha stig.
Ef t.d. V stigin eru mun fleiri en bæði P og K stigin, þá er um einnardósju prakriti að ræða, V.  Ef t.d. P og K fá flest stig og mun minna af V stigum, þá er um tvídósja prakriti að ræða, PK.
Ef allar dósjurnar þrjár fá svipað af stigum og aðeins munar 1 stigi á þeim öllum, telst þetta vera þrídósja, VPK.
j

Hala niður lista hér