Leiðir til að bæta sjón

Daglegar æfingar
  • Horfa í hringi í sitthvora áttina - 5 hringir í hvora átt
  • Horfa til hægri og vinstri 5 sinnum
  • Horfa í átta. Teikna átta með augunum. Fimm sinnum.
  • Horfa á punkt í fjarska í 1 mín og horfa síðan á punkt nálægt í 1 mín. Gera þetta 2 sinnum.
  • Leika þér með litla bolta sem þú kastar upp og grípur. Horfa á boltana.
  • Taka penna og halda honum frá þér með útrétta hendi. Horfa á hann í 1 mín. Færa pennann hægt nær þér og stoppa í u.þ.b. 10 cm fjarlægð og horfa á hann þar í 1 mín. Endurtaka æfinguna.
  • Trataka hugleiðsla. Kveikja á kerti og stilla í um 1 meters fjarlægð frá þér og horfa stöðugt á kertalogann í 5 mín. það er í lagi að blikka augum, en halda augnatillitinu stöðugu. Loka augunum á eftir og sjá logann fyrir þér.
  • Nudda lófum kröftuglega saman og leggja yfir augun. Endurtaka tvisvar sinnum.
  • Nudda augnlokin og í kringum augun með olíu sem styrkir augu. Setja 1-2 dropa á fingurnar af kseerabala olíu, triphala gritam eða dhanwantaram 101 olíu og nudda hringlaga strokur á augnlokin. Stækka hringinn þar til komið er að augabrún og kinnbeini. Endað með því að klípa um rót nefnsins við augnkrókinn og hreyft mjúklega fram og til baka.
Fleiri leiðir eru til að bæta sjón sem ayurveda praktíker getur ráðlagt s.s. jurtir til inntöku, en þessar æfingar sem hver og einn getur gert sjálfur hafa gefið góða raun til að bæta sjón. Ekki má síðan gleyma áhrif skjánotkunar á augun. Mikið skjágláp skaðar og þreytir augun og gott að vinna gegn skaðlegu áhrifunum með gleraugum sem verja augun eða hreinlega minnka skjágláp.
Þegar augun eru orðin þreytt og hita eða brunatilfinning í þeim, er gott að skvetta köldu vatni á augun eða halda köldum þvottapoka við augun og vinna þannig gegn hitandi pitta orkunni.