Ítarlegt námskeið á zoom þar sem farið verður yfir meira en 20 atriði sem skipta máli þegar þarf að styrkja heilann og hugann.
Þetta námskeið hentar þeim sem eru að glíma við minnisglöp, einbeitingarskort, kvíða og svefnleysi sem allt tengist vata dósjunni. Vata dósjan stýrir taugakerfinu og þegar þessi lífskraftur eykst of mikið í líkama okkar og huga birtast vandamál í taugakerfinu.
Það er líka tilvalið að læra þessar aðferðir sem forvörn til að hægja á hrörnun heilans og styrkja hann. Þannig er kannski hægt að koma í veg fyrir vandamál síðar meir.
Farið verður yfir fjölmörg atriði sem hægt er að gera til að róa vata dósjuna, þ.e. róa taugakerfið og styrkja það. Bæði næringu, jurtir, lífsstíl, aðferð við matseld, öndunaræfingar, leiðir til að bæta svefn, hugleiðsla sem þykir sérlega góð til að styrkja minni verður kennd og margt fleira.
Einnig verða gúnurnar Sattva, Rajas og Tamas útskýrðar. Þessir fínlegu kraftar hafa áhrif á hugann okkar. Það fer eftir næringu og lífsstíl hver þessara gúna eru ríkjandi í huga okkar. Á námskeiðinu verður útskýrt hvaða næring það er sem styrkir Sattva, sem er sú gúna sem við viljum helst að sé ríkjandi í okkur.
Heiða Björk hefur starfað um árabil við heilsuráðgjöf út frá fræðum næringarþerapíu og ayurveda lífsvísindanna. Hún hefur haldið námskeið um margvísleg heilsutengd málefni í 8 ár og nýtur þá góðs af reynslu sinni af kennslu í framhaldsskóla.
Hægt er að sækja vörur í Björkina í Grímsnesinu skv. samkomulagi. (Nærri Borg í Grímsnesi)
Fyrir nánari upplýsingar:
astogfridur@astogfridur.is - s. 8650154
Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar á þriðjudögum í hverri viku nema á frídögum.