Heiða Björk

 

Heiða Björk starfar við heilsu- og lífsstílsráðgjöf byggða á ayurveda lífsvísindunum, yoga og næringarþerapíu. Hún vinnur einnig að heildrænni heilun með aðferð LNT þar sem unnið er með orkulíkamann til að virkja heilunarmátt og losa um orkustíflur. Sjá nánar um LNT.
Áður kenndi hún sögu og umhverfisfræði á menntaskólastigi en Heiða Björk er menntaður framhaldsskólakennari sem kemur sér vel þegar hún heldur námskeið eða fyrirlestra. Hún er með skrifstofu í Bolholti 4 í Reykjavík en tekur fólk einnig í ráðgjöf heim til sín í Björkina í Grímsnesinu. Þar er hún stundum með námskeið um ayurveda fræðin eða jóga nidra djúpslökun svo eitthvað sé nefnt.
.

Viðtal við Heiðu Björk í Kalda pottinum þar sem hún m.a. fjallar um Ayurveda lífsvísindin. 




Menntun
  • Ayurvedic Nutrition and Phytotherapy, Rosenberg Ayurvedic Academy - 2025
  • Agni Therapy námskeið,  Hale Pule Ayurveda and Yoga - 2025
  • LNT meðferð.  Aðferð Schwiderski. 2024.
  • Ayurvedic Massage og Panchakarma. 5 mánaða nám. 2024. 
  • Ayurveda Practitioner Framhaldsnám í ayurveda 1000 stundir - 2023
  • Ayurveda Wellness Consultant - 650 stunda nám í Kerala Ayurveda Academy - 2021
  • Yin Yoga - 50 stundir með Bernie Clark - 2020
  • Yoga Nidra námskeið með Rob Stryker - 2020
  • Gong therapy námskeið - vor 2018
  • Second level námskeið í kundalini yoga - vor 2018
  • Yoga Nidra námskeið með Matsyendra - vor 2018
  • Kundalini Yoga kennari - 220 stundir – Útskrift vor 2017
  • Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára 1500 stunda nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016
  • Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009
  • Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands - 2005
  • MA Umhverfisstjórnunarfræði – Universidad Carlos III – 2000
  • Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996
  • BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995