PRAKRUTI - Meðfædd líkams- og hugargerð

Prakruti (einnig skrifað prakriti), þetta orð í sanskrit, merkir náttúran og hér verður fjallað um náttúrulega líkams- og hugargerð okkar. Prakruti nær ekki eingöngu til líkama okkar, heldur fæðumst við einnig með ákveðna hugargerð. Prakruti breytist ekki yfir ævina, frekar en DNA samsetning okkar. Prakruti má þannig líta á sem erfðamengið okkar.  Það er margt sem hefur áhrif á það, hvaða líkams- og hugargerð við fæðumst með t.d. prakruti foreldra, tími sólarhrings og árs sem fæðing á sér stað, hugarástand og næring móður á meðgöngu o.fl.
Vanalega er ein eða tvær dosjur ríkjandi í líkamsgerð fólks. Ríkjandi dosja getur t.d. útskýrt hvers vegna ein manneskja þolir ekki þungan, rakan og feitan mat (kaffa týpan) en önnur manneskja (vata) þolir það vel en þolir aftur á móti illa, þurran, léttan og kaldan mat. Á sama hátt þolir pitta illa saltan, sterk-kryddaðan og súran mat.
Prakruti er okkar náttúrulega ástand. Þeir eiginleikar sem við fáum í vöggugjöf og fylgja  okkur út ævina. Eiginleikarnir stýrast af orkutegundunum Vata, Pitta, Kapha.
Við fæðumst með þessar orkutegundir í ákveðnu hlutfalli. Þær eru einnig ríkjandi á mismunandi stöðum í líkamanum og líkamsstarfsemi og engar tvær manneskjur eru með þessa stillingu á dosjum alveg eins.  
Það eru sjö samsetningar af Prakruti sem oft hefur verið þýtt sem Náttúruleg líkams- og hugargerð:
 
Eindosja:
Vata
Pitta
Kapha
Ein dosha af þremur er afgerandi mest í prakruti þeirra sem eru eindosja.
 
Tvídosja:
Vata-Pitta
Vata-Kapha
Pitta-Kapha
Tvær doshur af þremur eru afgerandi mestar í prakruti þeira sem eru tvídosja.
 
Þrídosja:
Vata-Pitta-Kapha
Allar þrjár doshurnar eru í svipuðum hlutföllum hjá þeim sem eru þrídosja.
Að auki við þetta meðfædda Prakruti, erum við mótuð í samspili prakrutis og umhverfis okkar.
 
Líkamsgerðin getur aldrei breyst en hugargerðin getur breyst með tímanum eftir því hvaða guna er ríkjandi í huga okkar.
(Sattvik – Rajasik – Tamasik)
Prakriti er þó ekki fasti sem aldrei breytist, heldur eru doshurnar þrjár missterkar í okkur eftir tíma sólarhrings, árstíð og eftir aldri. Kapha orkan hefur meiri áhrif á okkur á barns og unglingsaldri, síðan tekur Pitta orkan við fram til um fimmtugt þegar vata orkan tekur við.
Það breytir því þó ekki að sá/sú sem er með kaffa prakruti heldur áfram að vera með tilhneygingu til að fara í kaffa ójafnvægi, þrátt fyrir að vera komin á elliárin og þar með í aukin vata orku áhrif, - svo dæmi sé tekið.
Algengast er að fólk sé tvídosja. Sumir eru eindosja en enn sjaldgæfara er að fólk sé þrídosja. VAIDYAS (ayurveda læknar) hafa gjarnan starfað árum saman án þess að rekast á þrídosja einstakling.
Í sumum skólum ayurveda eru líkamsgerðirnar sagðar tíu talsins. Þá er greint á milli þess hvort tvídosja einstaklingur eins og vata-pitta er með meira af vata en pitta og það sýnt með því að skrá þá doshu á undan, sem er ríkjandi. Eða hvort pitta-kaffa einstaklingur sé með meira af pitta en kaffa og hvort vata-kaffa einstaklingur er með meira af vata en kaffa. 
Samkvæmt ayurveda þrífst hver dosja best á ákveðnu mataræði, lífsstíl og tegund hreyfingar. Ef næring og lífsstíll er í samræmi við prakruti, er hægt að forðast veikindi, en allir lenda í því að dosjurnar fari úr jafnvægi og þá er mikilvægt að beita ráðum ayurveda til að róa þær aftur til að koma á jafnvægi í líkamanum. Ef ójafnvægi stendur lengi yfir, endar það á því að veikindi og krankleikar fara að banka uppá.
Eins meðal getur verið annars eitur og það er því ekki það sama sem hentar hverri líkamsgerð. Kaffa líkamsgerðin, sem er sterkbyggðust þolir erfiðar og krefjandi álagsæfingar best, en fyrir vata líkamsgerðina geta slíkar æfingar verið skaðlegar. Kaffa þolir vel sterk kryddaðan mat, því hann örvar hægu efnaskipti kaffa týpunnar, en pitta þolir þessi sterku krydd illa því þau auka hitann sem er mikill fyrir í pitta týpunni.
Ójafnvægi í dosjunum kallast vikruti. Til að koma jafnvægi á doshurnar og bæta þannig heilsu, þarf að gera breytingar á mataræði, lífsstíl og hreyfingu. 
Doshurnar eru ríkjandi í náttúrunni á mismunandi tíma dagsins. 
Vata er ríkjandi frá u.þ.b. 14–18 á daginn og aftur frá u.þ.b. 2-6 á næturnar. Sumir finna fyrir léttleikanum sem fylgir vata tímanum og losa  þá svefn eftir kl 2 á næturnar.
Kapha er ríkjandi frá u.þ.b. 18–22 á kvöldin og á morgnana frá u.þ.b. 6 -10.  Við eigum að fara að sofa þegar hin þunga og rólega kapha orka er ríkjandi, sem er fyrir kl 22 á kvöldin.
Pitta ríkir frá u.þ.b. 10 –14 og því er best að borða stærstu máltíð dagsins í hádeginu. Pitta orkan er aftur ríkjandi frá u.þ.b. 22 á kvöldin til kl 2 á næturnar. Við þurfum að vera sofnuð þegar pitta orkan nær hámarki um miðnætti, til að geta melt vel bæði mat, hugmyndir og tilfinningar. 
Veturinn er vata árstími (kalt og þurrt), vorið er kaffa árstíð (raki), pitta er sumartíminn (heitt og þurrt).
Prakruti spurningalisti