Ást og friður
Couldn't load pickup availability
Nú stendur yfir kosning á hentugustu tímunum á þessari vefslóð https://www.surveymonkey.com/r/L7MKRTV
Þú getur tekið þátt í að velja tíma fyrir námskeiðið. Endanlegur tími verður auglýstur 16. maí og þá verður opnað fyrir kaup á námskeiðinu.
Indversku lífsvísindin ayurveda (lesist ajurveda) eru oft talin elsta heilsukerfi mannkyns sem enn er stundað. Rúmur milljarður manna nýtir sér þessa þekkingu sem forvörn gegn veikindum eða til að virkja heilunarmátt líkamans ef veikindi banka upp á. Á þessu vefnámskeiði verður fjallað um helstu atriði ayurveda fræðanna sem geta nýst fólki til sjálfsþekkingar og heilsubótar.
Námskeiðslýsing
Með aðferðum ayurvedafræðanna er hrynjandi náttúrunnar fylgt til að styrkja heilsu og auka vellíðan. Tekið er tillit til líkamsklukkunnar, tíma sólarhrings, árstíða, veðráttu og æviskeiða. Miklu máli skiptir að finna út hvort ójafnvægi (Vikriti) sé í dósjunum þremur, VATA, PITTA og KAPHA. Þessir lífskraftar stýra starfsemi líkama okkar og hugar og ef dósjurnar þrjár eru í ójafnvægi þarf að bregðast við og koma aftur á jafnvægi með hjálp næringar, jógaæfinga, öndunaræfinga, hugleiðsluæfinga, jurta, olía og lífsstíls. Einnig er unnið með AGNI sem er meltingar- og efnaskiptaeldurinn sem stýrir því hversu öflug melting okkar og efnaskipti eru. Styrkur AGNI hefur t.d. mikil áhrif á það hvort um offituvandamál eða mataróþol er að ræða. Ef AGNi er daufur er melting léleg og efnaskipti hæg. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir að AMA hlaðist upp í líkama og huga. AMA eru úrgangs- og eiturefni sem trufla orkuflæði í líkama og huga og valda þannig veikindum.
Hugurinn fær sérstaka athygli á námskeiðinu og þeir fíngerðu lífskraftar sem hafa áhrif á hann SATTVA, RAJAS, TAMAS. Við höfum alla þrjá lífskraftana í huga okkar en viljum að SATTVA sé ríkjandi því SATTVA fylgir friðsæld, sátt, kærleikur, skýrleiki í hugsun og samhygð. Sum matvæli eru ríkari af Sattva og PRANA, sem er lífsorka sem heldur í okkur lífinu. Ákveðinn lífsstíll getur einnig aukið SATTVA. PRANA er lífsorkan sem býr í öllum lifandi verum. Við fáum prana úr fæðunni og er fæðan misrík af prana. En við fáum prana einnig annarstaðar frá og getum við aukið hana með margvíslegum aðferðum.
Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð eða PRAKRITI? Það er grunnurinn að sjálfsþekkingu og ef við þekkjum okkar PRAKRITI vitum við hvað það er sem gerir okkur sérlega gott í fæðu og lífsstíl og hvað við ættum að gera lítið af. Við gefum PRAKRITI góðan tíma til að allir hafi náð góðum tökum á þessu grundvallaratriði ayurveda. Öll erum við einstök með magn Vata, Pitta og Kapha í mismunandi hlutföllum í líkama og huga og einstaka dreifingu á milli starfskerfa líkamans. Það sem er meðal fyrir einn er getur verið eitur fyrir annan.
Námsgögn
· Bókin Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin. Höfundur: Heiða Björk Sturludóttir. 2023.
· Punktar í pdf formati fyrir hverja kennslustund og margvíslegar uppskriftir.
· 5 x 15 mín video með fyrirlestrum Heiðu Bjarkar þar sem hún fer yfir helstu atriði hverrar kennslustundar.
· Fyrirlestrarnir, punktarnir og ýmislegt annað tengt ayurveda fræðunum verður aðgengileg þátttakendum á sérstökum kennsluvef á vefsíðu Ástar og Friðar, www.astogfridur.is
Kennslustundir
1. Mánudagurinn 16. júní: Almennt um ayurveda, sagan, dreifing um heiminn og lönd sem hafa tekið ayurveda fræðin inn í sitt heilbrigðiskerfi, heimsspekin að baki ayurveda og stuttlega sagt frá helstu hugtökum.
2. Mánudagurinn 23. júní: Frumkraftarnir fimm (Rými, Loft, Eldur, Vatn og Jörð) og dósjurnar þrjár (Vata, Pitta, Kapha).
3. Mánudagurinn 30. júní: Prakriti og Vikriti. Agni og Ama.
4. Mánudagurinn 7. júlí: Hugurinn og áhrif Sattva, Rajas og Tamas og lífsorkan Prana.
5. Mánudagurinn 14. júlí: Dagleg rútína fyrir góða heilsu. Ýmis praktísk atriði. Krydd og jurtir.
Að auki
Innifalið í námskeiðsgjaldi er einkatími í ayurvedaráðgjöf hjá Heiðu Björk (1.5 klst). Í Reykjavík, Grímsnesinu eða á zoom veffundi.
Hægt er að velja um að vinna með Prakriti, meðfæddu líkams- og hugargerðina og kynnast því hverjir eru þínir styrkleikar og veikleikar og hvernig best er að halda þér í jafnvægi; eða til að vinna með Vikriti, ójafnvægið sem kannski er komið upp í dósjunum þremur. Vikriti leiðir af sér veikindi og sjúkdóma. Með því að skoða hvaða dósja/dósjur eru komnar í ójafnvægi, í hvaða vefjum ójafnvægið birtist, stöðu Agni og magn Ama má bregðast við til að koma aftur á jafnvægi.
Einkatímann þarf að nýta áður en árið er liðið.
Í stað ayurveda einkatíma má velja að fá tvo tíma í Ayurveda andlitsnuddi (35 mín) eða einn tíma í LNT (La Nueva Terapía) sem er orkumeðferð sem vinnur með fíngerðari svið okkar til að virkja heilunarmátt líkamans.
VERÐ: 35.500 kr
Hægt er að sækja vörur í Björkina í Grímsnesinu skv. samkomulagi. (Nærri Borg í Grímsnesi)
Fyrir nánari upplýsingar:
astogfridur@astogfridur.is - s. 8650154
Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar á þriðjudögum í hverri viku nema á frídögum.