Ást og friður

PITTA TE - Ró og jafnvægi

Regular price 1.395 kr
Regular price Sale price 1.395 kr
Tax included. Shipping calculated at checkout.
sold out

Jurtablandan í þessu tei miðar að því að róa lífskraftinn sem kallaður er pitta í ayurveda lífsvísinunum. Þar sem pitta er skörp og heit vinna jurtirnar að því að kæla og róa líkama og huga. Pitta er líkust því sem vestræn læknavísindi kalla hormónakerfi og sumar jurtirnar þykja einmitt góðar fyrir jafnvægi í hormónakerfinu eins og Asparagus racemosus sem oft er kölluð shatavari. 

Mentha arvensis gæti bætt jafnvægi í innra hitakerfi líkamans.  

Foeniculum vulgare stuðlar að góðri meltingu og losun.  

Coriandrum sativum hefur jákvæð áhrif á meltingarveginn. T

Tinospora cordifolia getur styrkt lifur og ónæmiskerfi.  

Santalum album er talin hafa blóðhreinsandi áhrif og talin bæta húð.  Jurtin er talin stuðla að jafnvægi í tilfinningum og  taugakerfi.

Asparagus racemosus þykir geta dregið úr reiði, pirringi og streitu.. Centella asiatica er talin geta hjálpað til við að róa taugakerfið.

 Pitta te styður við meltingu, efnaskipti og lifur, stuðlar að jafnvægi í líkamshita, endurnýjar húð og örvar heilastarfsemi.  Pitta te vinnur að ró og jafnvægi. Hin hefðbundna blanda af Himalaya jurtum sem notuð hefur verið í árhundruðir þykir vera góð fyrir almenna líkamlega og andlega heilsu fólks sem er með eftirfarandi atriði ríkjandi í sinni líkams- og hugargerð:

 

  • Miðlungs beinabygging.
  • Óþol fyrir miklum hita og beinu sólarljósi.
  • Svitnar hratt og auðveldlega.
  • Feit húð, freknótt eða rjóð húð.
  • Rökvísi, hagsýni og metnaður.
  • Góð dómgreind, kryfjandi hugsun og viljastyrkur.
  • Leiðtogar og týpur sem vilja athygli.
  • Tilhneyging til bráðlyndis, pirrings og óþolinmæði undir álagi.
  • Góðir ræðumenn og skipuleggjendur.
  • Reiðist auðveldlega, dómharka og afbrýðissemi.

Setjið eina teskeið (2-3 gr) út í um 200-250 ml af sjóðandi vatni og látið trekkja í 10 mínútur. Eða setjið sama magn í lítinn pott og sjóðið í 3-5 mínútur.  Magnið af jurtablöndu í pakkanum nægir í um 40 uppáhellingar. 

Shipping & Returns

Hægt er að sækja vörur í Björkina í Grímsnesinu skv. samkomulagi. (Nærri Borg í Grímsnesi)

Fyrir nánari upplýsingar:
astogfridur@astogfridur.is - s. 8650154

Við sendum vörur um land allt. Pantanir eru afgreiddar á þriðjudögum í hverri viku nema á frídögum.