VATA

Eðliseiginleikar vata orkunnar ráðast af þeim frumefnum sem hana skapa, sem eru rými og loft. Vata er þurr, létt, köld, óregluleg, fíngerð, hrjúf og hreyfanleg. Vata ríkir yfir pitta og kapha, líkt og brúðustjórnandi þar sem hún getur skapað hreyfingu í hinum tveimur. Vata-týpurnar eru hugmyndaríkar og skapandi og þess vegna oft listhneigðar. Fíngert eðli vata gerir að verkum að hún er næm á fíngerðari orku tilverunnar sem gefur henni gott innsæi og stundum skyggnihæfileika.
Í líkamanum er vata orkan staðsett í liðum, ristli, eyrum, heila, taugum, mjöðmum, beinum og húð. Heimasvæði þessarar lífsorku er þó í ristlinum og þar kemur ójafn- vægi í vata orkunni fyrst fram t.d. sem vind- gangur eða hægðatregða. Vata orkan er líkust því sem vestræn læknavísindi kalla taugakerfi.
Vata stýrir hreyfingu í líkama og huga. Eðliseiginleikarnir þurrt, létt, kalt, óreglulegt, fíngert, hrjúft og hreyfanlegt eru áberandi í vata týpunum. Magn þessara eiginleika er þó mismunandi hjá vata fólki og þar að leiðandi eru ekki allar vata týpur eins. Þar að auki er því lýst í ayurveda fræðunum hvernig umhverfi hefur einnig mótandi áhrif á líkama og huga umfram hið náttúrulega eðli sem við fæðumst með eða prakriti.