PITTA

Eðliseiginleikar pitta orkunnar ráðast af þeim frumefnum sem hana skapa, sem eru eldur og vatn. Pitta er heit, létt, skörp, þurr, olíukennd, flæðandi og súr. Eldurinn gefur henni hitann og skerpuna og vatnið er sá miðill sem ver líkamann fyrir brennandi áhrifum hans. Eldurinn birtist þannig sem t.d. magasýra
og ensími sem líkaminn seytir í vökvaformi. Pitta týpur eru yfirleitt glaðlynt fólk með bjartsýna heimsmynd, skarpar gáfur, mikið hug- rekki og eru drífandi.
Í líkamanum er pitta staðsett í smáþörmum, neðri hluta magans, lifur, milta, brisi, blóði, augum og svita. Hún stýrir efnaskiptum og umbreytingu, hita, sjónskynjun, hungri, þorsta, gáfum og ljóma húðar. Heimasvæði þessarar lífsorku er í neðri hluta magans og í smáþörmunum og þar kemur ójafnvægi í pitta orkunni fyrst fram sem brjóstsviði, bakflæði eða magabólgur. Pitta orkan er líkust því sem vestræn læknavísindi kalla hormónakerfi.
Eðliseiginleikarnir heitt, létt, hreyfanlegt, vökvakennt, olíukennt og súrt eru áberandi
í pitta týpunum. Magn þessara eiginleika er þó mismunandi hjá pitta fólki og þar að leiðandi eru ekki allar pitta týpur eins. Þar að auki er því lýst í ayurveda fræðunum hvernig umhverfi hefur einnig mótandi áhrif á líkama og huga umfram hið náttúrulega eðli sem við fæðumst með eða prakriti.