Ayurveda lífsvísindin - Fræðsla og dekur
Vilt þú læra á líkama þinn?
Læra að túlka þau einkenni sem þú finnur fyrir? Hvað þýðir það, þegar eftirfarandi einkenni gera vart við sig í líkama eða huga?
- Rauðleit útbrot á húð, brjóstsviði, reiði og pirringur, þurrar hægðir og hægðatregða, fitusöfnun, bjúgsöfnun, þurrkur í augum, slímhúð eða hári, rauðsprungin augu, vindgangur og verkir í meltingarfærum, athyglisbrestur, gulleitar og linar hægðir, sprungin húð og rósaroði.
- Þetta eru aðeins örfá atriði sem segja okkur heilmikið um stöðu dósjanna þriggja, sem stýra líkamsstarfsemi okkar. Hver þeirra er komin í ójaf
nvægi. Ójafnvægið gerir fyrst vart við sig í meltingarveginum og ef ekki er gripið inní breiðist það út til annarra kerfa líkamans og verður smá saman erfiðara að leiðrétta.
Á þessu dagsnámskeiði um ayurveda lífsvísindin stórmerkilegu verður fjallað um:
- Grunnlíkamsgerðirnar 7 í ayurveda og hvernig hægt er að finna út meðfædda líkamsgerð hvers og eins og hvað hentar í lífsstíl og næringu fyrir hverja líkamsgerð til að halda jafnvægi.
- Frumkraftana fimm sem eru byggingarefni alheimsins og okkar þar með talið
- Dósjunar þrjár (Vata-Pitta-Kapha) sem stýra virkni líkama okkar, æviskeiðunum, mismunandi tímum sólarhringsins, árstíðunum o.s.frv. Þetta eru lögmálin sem stýra virkni umhverfisins og líkama okkar og huga.
- Líkamsklukkuna og mikilvægi hennar. Hvernig á að stilla hana af. Hún hefur áhrif á hormónaframleiðslu, efnaskipti og fleira.
- Hugann og hvað hefur áhrif á hann. Hvernig má vinna að betri líðan með því að þekkja hina fíngerðu krafta sem hafa áhrif á hann. Margar leiðir kenndar til að vinna með hugann.
- Jurtir og fæða og áhrif á líkama og huga.
- Olíur og notkun þeirra í ayurveda.
- Kennt að útbúa kryddghee - ghee er kallað gudómleg fæða og er mikið er notað í ayurveda - kallað skýrt smjör á íslensku.
Í lok námskeiðs verður lagst í leidda liggjandi djúpslökun í anda jóga nidra og spilað á gong og tónskálar.
Heimalagað meinhollt ayurvedate sem er efnaskiptaaukandi og hreinsandi verður á boðstólnum yfir daginn.
Hádegisverður og hressing innifalið.
Kennslugögn með helstu punktum og hugtökum.
Æfingar kenndar sem henta mismunandi dósjum. Örvandi, róandi, kælandi eða hitandi.
Það þarf ekki að hafa neina forþekkingu á jóga eða ayurveda til að geta tekið þátt.
Jafnt fyrir konur sem karla, unga sem gamla.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Lágmarksfjöldi til að námskeið verði haldið er 5.
Verð 24.000 kr.
Hægt er að kaupa sæti á námskeiðinu undir VERSLUN.
Kennari á námskeiðinu er Heiða Björk, ayurvedasérfræðingur (AP), næringarþerapisti (DipNNT), umhverfisfræðingur (MA) og jógakennari.
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á Heiðu Björk, astogfridur@astogfridur.is