Líkamsgerðirnar sjö í AYURVEDA - sunnudagur 4. febrúar kl. 9:30 - 12:30

Stutt námskeið til að skoða sína eigin meðfæddu líkamsgerð. Fjallað verður um það hvernig hægt er að lesa í líkamann og tungumál hans og skilja þannig hvaða lífskraftar (dósjur) eru komnir í ójafnvægi.

Ójafnvægi í dósjunum þremur er forsenda veikinda, því ríður á að halda þeim í jafnvægi með lífsstíl og mataræði sem hentar þinni meðfæddu líkams- og hugargerð. Allir eru einstakir en grunn líkamsgerðirnar eru sjö talsins. Fjallað verður um þær og fólk aðstoðað við að finna út hver þeirra meðfædda líkams- og hugargerð er. Hún breytist ekki út lífið, enda má líkja henni við erfðamengið okkar.

Hvernig sjáum við hvort um ójafnvægi sé að ræða? Allt byrjar í meltingarveginum. Þar birtast fyrstu einkennin.

Hvernig getum við róað dósjurnar ef ójafnvægi er farið af stað?

Hvernig getum við notað krydd, jurtir og fæðu til halda okkur í jafnvægi?

Hvernig getum við notað öndunaræfingar til að halda dósjunum þremur (vata, pitta og kapha) í jafnvægi.

Hvað eigum við að forðast - dæmi um ósamræmanlega fæðu.

Hvernig er hægt að koma sér upp góðri DYNACHARIA - góðri daglegri rútínu.

Fjallað verður um dósjurnar þrjár (vata, pitta og kapha) og hvernig þær stýra virkni líkama okkar og hvernig þær ríkja í náttúrunni á mismunandi tímum.

Rætt um AGNI - meltingar- og efnaskiptaeldinn sem verður að loga glatt hjá öllum. Hjá sumum er hann aðeins glóð. Hvernig er hægt að efla hann?

Umræðan stýrist að einhverju leiti af áhugasviði þátttakenda.

Nokkrar vörur verða til sölu, t.d. til að styrkja meltingu, losa um hægðatregðu, olíur til að smyrja líkamann ef um vata ójafnvægi og verki er að ræða, jurtir fyrir hugann, frábær andlitsolía sem ayurvedavísindin luma á og augnkol sem næra og styrkja slímhúð augnanna.

Minnispunktar verða afhentir með helstu atriðum sem fjallað er um.

Munið eftir glósubókinni!

Námskeiðið verður haldið í Skipholti 50b, annarri hæð. 

Kennari er Heiða Björk Sturludóttir, ayurvedasérfræðingur (AP), næringarþerapisti DipNNT og umhverfisfræðingur MA.

Bókin: Ayurveda. Listin að halda halda jafnvægi í óstöðugri veröld verður seld með 20% afslætti til þátttakenda.