Dósjur - e. Doshas

Í ayurveda byggist kerfið á frumkröftunum fimm: Rými, Loft, Eldur, Vatn, Jörð. Þessir frumkraftar eru byggingarefnið í heiminum, hvort sem það er maðurinn, jurtir, plánetur, bílar eða kettir. Þessir frumkraftar eru í mismunandi hlutföllum í öllu. Spekingar fyrri árþúsunda gáfu þessum öflum þessi nöfn til að lýsa eðliseiginleikum þeirra. Þeir þurftu að gefa hlutunum nafn til að hægt væri að ræða saman og þróa fræðin rétt eins og í dag þegar við gefum hlutum nafn svo allir séu á sömu blaðsíðunni í umræðunni. T.d. gáfum við næringarinnihalda matarins nöfnin prótein, kolvetni og fita og köllum virkni líkamans ýmsum nöfnum eins og hormónakerfi, blóðrásarkerfi, ónæmiskerfi o.s.frv.
Þessir fimm frumkraftar sameinast síðan á mismunandi hátt og mynda dósjurnar eða lífsorkutegundirnar Vata, Pitta og Kaffa sem stýra virkni líkamans.
 
 
Vata er samsett úr Rými og Lofti. Pitta úr Eldi og Vatni. Kaffa úr Vatni og Jörð. Við höfum síðan þessar dósjur í mismunandi hlutföllum í okkur sem ákvarðar líkamsgerð okkar. Líkamsgerðirnar eru 7 í grunninn. Sumir eru einnar dósju fólk og eru þá langmest einhver ein dósja: Vata týpa, Pitta týpa eða Kaffa týpa. Algengast er að fólk sé tveggja dósju fólk: Vata-Pitta, Vata-Kaffa eða Pitta-Kaffa. Afar sjaldgæft er síðan þriggja dósju fólk, og hefur því verið lýst af sumum eins og að rekast á einhyrning. Þá eru allar dósjurnar í svipuðum hlutföllum í manneskjunni.
Þessum líkamsgerðum hentar síðan mismunandi fæða og lífsstíll til að halda sér í jafnvægi og þar með sjúkdómalausum.
Fyrst ayurveda getur gert svo margt fyrir svo marga, og hefur verið iðkað í 5000 ár,- hvers vegna er eru ekki fleiri að iðka ayurveda?  Sannleikurinn er sá að fólk hefur tilhneygingu til að halla sér frekar að nútíma hugtökum og aðferðum,  þar sem  það telur að það sem er nýrra sé betra. Það er aftur á móti ekki alltaf svo eins og dæmin sanna.