Tveggja vikna vorhreinsun í anda ayurveda - örugg ávísun á betri líðan

Einstök einstaklingsmiðuð 14 daga AyurvedaVORhreinsun með Heiðu Björk. Sannarlega sú mikilvægasta á árinu. Jurtir sniðnar að hverjum og einum innifaldar.

Kennari: Heiða Björk Sturludóttir ayurvedasérfræðingur.


Hvar: Systrasamlagið

Hvenær: Laugardaga 6. og 13. mars í Systrasamlaginu (hægt að hlusta á í gegnum zoom fyrir þau sem búa úti á landi).

Klukkan: 12-15 báða laugardagana.

Verð: 29.000 kr.

ATH Þetta er eina ayurvedahreinsunin með Heiðu Björk í Systrasamlagnu þetta vorið en á vorin fer jafnan fram mikilvægasta hreinsun ársins, ákkúrat fyrir páskahátíðina þegar margar menningarþjóðar hreinsa líkama og sál.
Sagt er að ef maður hreinsar vel á vorin verði orkan jöfn og góð það sem eftir er ársins. 

Námskeið er með Heiðu Björk Sturludóttur næringarþerapista sem er útskrifuð úr grunn- og framhaldsnámi sem Ayurveda Practioner frá Kerala Ayurveda Academy og systrunum í Systrasamlaginu.

29.000 kr.

Hægt er að tryggja sér pláss á vef Systrasamlagsins, með því að smella HÉR. 

 Heiða Björk ayurvedasérfræðingur

VÖRULÝSING

Námskeið og hreinsunin í Systrasamlaginu 2024 verður einstaklega áhugaverð í mars enda farið dýpra í Ayurvedafræðin en nokkru sinni og hreinsunin aðlöguð að þörfum hvers og eins. Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu, notalegu og persónulegu plani frá degi til dags. En áður en lagt er af stað mun Heiða  Björk eiga samtal við hvern þátttakanda, því mismunandi ástand líkama og hugar hjá hverjum og einum krefst mismundi jurta sem notaðar eru við hreinsunina.

Ayurveda vorhreinsunin er hressandi leið til að hefja alveg nýtt og orkuríkt tímabil enda má segja að þessi fornu fræði búi yfir dýpstu og bestu hreinsunarþekkingu sem völ er á. Hreinsun meltingarkerfisins hefur reynst mörgum vel til að vinna á liðverkjum, höfuðverk, svefnvandamálum, húðvandamálum, að sjálfsögðu líka meltingarvandamálum og til að stilla af blóðsykurinn.

Meltingarfærum er gefinn friður til að endurnýja og hreinsa og nokkurnveginn núllstilla kerfið til að það fari að vinna rétt. Með því kemur jafnan mikil og góð orka. Þessu er kannski hægt að líka við það þegar tölvan er farin að hægja á sér og frjósa. Þá lokum við öllum gluggum og endurræsum.

Námskeiðið fer semsé fram tvo laugardaga í hinu notalega Systrasamlagi, laugardagana 6. og 13. mars frá 12-15.
Boðið verður upp á hádegisverð í anda Ayurveda báða laugardagana.

Í framhaldi af fyrsta fundi höldum við hópinn á facebook á meðan hreinsun stendur. Jafnframt getið þið varpað spurningum á Heiðu Björk í tölvupósti meðan á hreinsun stendur.

Gaman er að segja frá því að nýlega gaf Heiða Björk út hina stórmerku bók Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Þá bók verður hægt að kaupa með 20% afslætti í Systrasamlaginu fyrir þáttakendur.

Ps: Til að létta ykkur lífið verður hægt að versla kitshari og súpur ýmist fyrir 3 eða 6 daga í senn betra verði í Systrasamlaginu í tilefni hreinsunar. Það getur létt mörgum lífið.  Frekari upplýsingar um það verða veittar fyrsta fundi.

Takmörkuð pláss í boði!!

Frekari upplýsingar um Heiðu Björk má finna hér: https://astogfridur.is/